top of page

Endurmenntun verðbréfaréttinda

Námskeiðsheiti:  Sjálfbærni og fjármál – helstu aðferðir og reglur.

Tímalengd:          3 klst

Staðnám:             Nei. Nemendur horfa á myndbönd þegar þeim hentar.

Dagsetning:         Myndbönd eru gerð aðgengileg næsta föstudag eftir skráningu.

Verð: 25.000 kr.

Kennarar:            Vilhjálmur Þór Svansson og Dr. Reynir Smári Atlason.

 

Námskeiðslýsing:  Á undanförnum árum hefur sjálfbærni spilað stærra hlutverk innan fjármálamarkaða. Hugtakið birtist í útboðslýsingum og ársskýrslum og tengist jafnvel inn í fjármálaafurðir sem boðnar eru almenningi. Fyrirtæki í ýmsum rekstri hafa gefið út skuldabréf sem tengist sjálfbærni með einhverjum hætti.

 

Í þessu námskeiði læra nemendur um ferli við skuldabréfaútgáfur tengdar sjálfbærni, viðeigandi staðla og eftirfylgni. Nemendur læra um sjálfbærniáhættu, hvernig hún er skilgreind og mæld.

Fókus námskeiðisins er á sjálfbærniþáttum innan fjármálakerfisins, hvaða breytingar hafa átt sér stað í regluverki og hvernig þeirri upplýsingaskyldu er uppfyllt. Fjallað verður um hlutverk og innra samskpil á mikilvægustu sjálfbærnireglunum s.s MiFID II, Flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy), SFDR, CSRD og reglur um grænar skuldabréfaútgáfur o.fl.

 

Við lok námskeiðs hafa nemendur yfirgripsmikla þekkingu á grunnhugtökum sjálfbærni og hvernig sjálfbærni snertir fjármálakerfið.

 

Á námskeiðinu er fjallað um: 

  • Skuldabréfaútgáfur tengdar sjálfbærni – ferli og viðmið.

  • Sjálfbærniáhættu – sérstök áhersla á loftslagsáhættu.

  • UFS áhættumat – ferli og uppsetning.

  • Regluverk Evrópusambandsins tengt sjálfbærni og fjármálamörkuðum.

  • Aðferðir og ferli við ábyrgar fjárfestingar.
     

Ávinningur þinn: 

  • Dýpri skilningur á samspili sjálfbærni og fjármála.

  • Þekking á regluverki Evrópusambandsins og þeim skyldum sem það leggur á fjármálafyrirtæki.

Vilhjálmur Þór Svansson

Ounnid_BK212139.jpg

Vilhjálmur hefur langa reynslu sem lögfræðingur. Hann starfaði síðast sem forstöðumaður lögfræðiþjónustu Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með réttindi héraðsdómslögmanns. Hann er með verðbréfaréttindapróf og hefur lokið CIPP/ E-vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð. Áður en Vilhjálmur hóf störf hjá Creditinfo starfaði hann sem lögfræðingur hjá Arion banka í 10 ár. Vilhjálmur hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna innleiðingar á frumvarpi til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og átt sæti í faghópi Stjórnvísi um persónuvernd. Þá hefur Vilhjálmur verið tilnefndur í lögfræðihóp IcelandSIF sem ber ábyrgð á að stuðla að fræðslu um þá sjálfbærnilöggjöf sem væntanleg er á sviði sjálfbærni og ábyrgra fjárfestinga á Íslandi. Vilhjálmur var einnig tilnefndur í sérfræðihóp Festu fyrir Janúarráðstefnu Festu 2023 þar sem unnið var að vegvísi í tengslum við sjálfbærnilöggjöf Evrópusambandsins.

Dr. Reynir Smári Atlason

creditinfo_portrait_22_reynir.jpg

Reynir er lektor við Háskóla Íslands og forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo. Reynir er með doktorspróf í Umhverfis- og auðlindafræði ásamt verðbréfaréttindaprófi. Reynir hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærra fjármála.

Hann hefur unnið að mörgum sjálfbærum skuldabréfaútgáfum og smíðað ramma þeirra. Reynir hefur leitt fjölda greiningarverkefna, þar á meðal vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá bönkum og verðbréfasjóðum. Hann kom að þróun PCAF staðalsins og leiddi þróun hluta sem snýr að grænum skuldabréfum.

Reynir leiddi vinnu við smíði Veru, sjálfbærniviðmóts Creditinfo.

Hann hefur birt fjölda ritrýnda bókakafla, greinar og ráðstefnuerindi á sviði sjálfbærni og umhverfisvísinda.

bottom of page